Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir
Snjórinn er kominn! Það hefur heldur betur verið skemmtilegt úti í frímínútum í þessari viku, skemmtilegasta leiktækið er að sjálfsögðu snjórinn, bæði í brekkunni og allir snjóhólarnir sem eru óðum að breytast í rennibrautir og kastala.
Á skipulagsdaginn vorum við með námskeið sem heitir Verkfærakistan frá Kvan. Mjög nytsamlegt og líflegt námskeið bæði til að vinna með starfsandann og bekkjaranda. Meðal annars var unnið að kortlagningu á öllum bekkjum:
Hvaða nemendur eru það sem eru leiðtogar og hvernig náum við þeim í það að vera jákvæðir leiðtogar.
Hvaða nemendur eru það sem eru týndir og við þurfum að huga betur að.
Hvaða nemendur eiga á hættu að verða útilokaðir úr hópnum og hvernig komum við þeim inn í hópinn.
Þá er ytra matið búið að vera hjá okkur. Matsmenntirnar Gunnhildur Harðardóttir og Þórdís Hauksdóttir heimsóttu yfir 30 kennslustundir og voru með rýnihópa með nemendum, starfsfólki, skólaráði og ykkur foreldrum. Við viljum þakka ykkur sem áttuð börn í úrtaki fyrir leyfið svo þau gætu tekið þátt og sagt sína skoðun. Einnig viljum við þakka þeim foreldrum sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt í fundum með matsmönnum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá ykkar raddir. Án þeirra eigum við erfitt með að bæta okkur.
Tilkynningar
Það hittir þannig á að við erum með tvær foreldrakannanir nú í febrúar. Önnur er hin hefðbundna könnun Skólapúlsins en hin er vegna ytra matsins. Við viljum biðja ykkur um að svara þeim báðum um helgina svo við getum fengið sem besta mynd af skólastarfinu. Hérna er aftur krækja inn á könnun ytra matsins: https://www.surveymonkey.com/r/FTRYKMM
Ef þið hafið ekki fengið póst um Skólapúlsinn kann að vera að hann hafi lent í ruslpósti, vinsamlegast athugið það.
Á döfinni
Á mánudaginn verður bolludagurinn. Allir nemendur sem eru í mötuneyti munu fá bollur. Það er því ekki nauðsynlegt að þau komi með bollur með sér í skólann. Á miðvikudaginn er öskudagur og er mikilvægt að lesa vel tölvupóst frá því í morgun varðandi hann.
Vonandi eigið þið notalega helgi ?
Berglind og Lilja Írena