Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
Við vorum alsæl með það hvað öskudagurinn gekk vel og við vonum að þið hafið einnig verið ánægð með skipulagið. Það var mjög gaman að sjá krakkana skemmta sér í þrautabrautinni og sjá að þau fengu tíma í henni án þess að vera of mörg eins og oft vill verða. Foreldrafélagið stóð sig mjög vel í skipulagningu og voru nemendur glaðir með að slá köttinn úr tunninni. 
Þessa vikuna hefur Auður Björgvinsdóttir læsisfræðingur verið hjá okkur og lagt fyrir lestrargreiningartækið Logos. Þá var hún einnig með ráðgjöf fyrir kennara varðandi lestrarnám. Með því erum við að undirstrika enn betur hvað læsi skiptir okkur máli. Þá átti hún góðan fund með læsisteyminu og gaf okkur góð ráð.  
Á döfinni 
Í næstu viku er síðasta vika febrúarmánaðar og 1. mars verður vorfrí.  
Þá styttist í samræmd könnunarpróf í 9. bekk sem verða dagana 9. - 11. mars.  
Fræðslumoli 
Svefn er ekki aðeins líkamanum nauðsynlegur heldur huganum líka. Heilinn sinnir mikilvægu starfi yfir nóttina að vinna úr upplýsingum, flokka þær og fjarlægja það sem er óþarfi. Því er mikilvægt fyrir líðan og getu til náms að allir fái sinn svefn. Á vef embættis landlæknis kemur fram eftirfarandi viðmið um svefnþörf barna (https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39690/Svefntafla_loka_EL.pdf) : 
6 til 13 ára 9 ? 11 klukkustundir 
14 til 17 ára 8 ? 10 klukkustundir 
Við vonum að þetta nýtist við að hvetja alla til að fara snemma að sofa. 
Vonandi eigið þið góða helgi ?  
Berglind og Lilja Írena