Kæru vinir
Í vikunni fengum við fyrirlesara sem fjallaði um sjálfsmynd og kynheilbrigði í 8,. - 10. bekk.
Hún bað okkur um að koma eftirfarandi skilaboðum til ykkar og er það fúslega gert.
Kæru forráðamenn.
Ég heiti Kristín Þórsdóttir og er ACC markþjálfi. Einnig er ég útskrifuð sem kynlífs markþjálfi (e. sex coach).
Í dag, miðvikudaginn 3.mars, heimsótti ég skólann ykkar og talaði við nemendur um sjálfsmynd og kynheilbrigði.
Þetta er forvarnarfyrirlestur sem ég hef sett upp með þeim hætti að ég fer mjög opinskátt og hreinskilið í viðfangsefnið. Rík áhersla er lögð á forvarnargildi þar sem ég er meðal annars að deila minni reynslu sem unglingur með slæma sjálfsmynd sem leiddi til þess að ég tók slæmar ákvarðanir fyrir mig.
Markmið verkefnisins er að vekja unga fólkið okkar til aukinnar meðvitundar um það hversu miklu máli skiptir að standa með sjálfum sér og fylgja innsæi sínu. Þannig geta þau byggt upp sjálfsmynd sína og auka þannig líkur á betra kynheilbrigði.
Einnig ræddi ég um mikilvægi þess að segja frá ef eitthvað kemur upp á. Ég talaði opinskátt um nauðgun sem ég varð fyrir þegar hún var 16 ára og það hvað það getur verið skemmandi að bera skömmina í hljóði.
Krakkarnir stóðu sig með prýði og sýndu viðfangsefninu mikinn áhuga.
Mig langar til þess að hvetja ykkur til þess að spyrja unglingana hver þeirra upplifun var og ræða hana opinskátt. Þar sem að þetta er viðkvæmt málefni gæti það hafa kveikt á einhverjum tilfinningum og pælingum.
Ef þið hafið einhverjar spurningar er ykkur velkomið að hafa samband við mig í gegnum netfangið: eldmodur@eldmodurinn.is
Einnig getið þið fundið upplýsingar um mig í gegnum:
Instagram: eldmodurinn
Facebook: Eldmóðurinn-Lífsgæðasetur St.Jó
Vefsíða: eldmodurinn.is
Kær kveðja,
Kristín Þórsdóttir
Eldmóður fræðslusetur ehf. Lífsgæðasetur St. Jó.
Á döfinni
Það er allt að færast í eðlilegri horf hjá okkur og mun 8. bekkur fara í skíðaferð næstkomandi mánudag og er verið að skipuleggja ferð 7. bekkjar og mun sú ferð verða öðru hvoru megin við páskana.
Að lokum verða samræmd könnunarpróf í 9. bekk dagana 8. - 10. mars.
Hafið það sem allra best um helgina ?
Berglind og Lilja Írena