Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Á miðvikudaginn fór hópur nemenda úr 8 .- 10. bekk á Vesturlandsslaginn í Skólahreysti. Liðið okkar varð í 3 sæti og erum við virkilega stolt af þeim. 

Þá kom til okkar Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur og hélt fyrirlestur um sjálfsmynd. Hún var fyrst með fræðslu fyrir 7. - 10. bekk á skólatíma, síðan fræðslu fyrir starfsfólk á starfsmannafundi og að lokum fræðslu fyrir foreldra kl. 18. Það hefði verið gaman að sjá að fleiri hefðu haft tök á að koma en þið sem viljið kynna ykkur málið getið farið inn á eftirfarandi heimasíðu. https://sjalfsmynd.wordpress.com/. Anna Sigríður ætlar að senda okkur glærurnar sínar og munum við koma þeim áfram til ykkar.

Eftir daginn í dag hefst páskaleyfi hjá nemendum og starfsfólki skólans. Við munum hefja kennslu að nýju þriðjudaginn 3. apríl samkvæmt stundaskrá.

Hafið það sem allra best um páskana
Berglind Lilja Írena