Kæru vinir
Árshátíð 7. - 10. bekkjar gekk mjög vel og var gaman að sjá nemendur skemmta sér prúðbúin og fín. Við þökkum Unni og Hótel Fransiskus kærlega fyrir að hýsa okkur og allt sem þau gerðu fyrir okkur svo árshátíðin gæti farið fram með hefðbundnum hætti.
3. bekkur var með sína árshátíð í skólanum fyrstur af 1. - 6. bekk. Við þökkum fyrir mjög góða mætingu hjá foreldrum/forráðamönnum og vonum að allir hafi haft gaman að. Nemendur stóðu sig með prýði.
Aðrir bekkir munu svo koma á eftir.
Á döfinni
Þá er það síðasta vikan fyrir páskaleyfi. Við hefjum svo aftur starf eftir leyfið þriðjudaginn 6. apríl.
Tilkynningar
Kynning á niðurstöðum ytra matsins fór fram í gær á starfsmannafundi. Fundinn sátu einnig bæjarstjóri, skólaráð og skóla- og fræðslunefnd. Skýrslan mun koma á heimasíðu skólans og heimasíðu Menntamálastofnunar við fyrsta tækifæri. Fyrr í dag sendi ég öllum foreldrum og forráðamönnum bréf þar sem helstu niðurstöður voru kynntar. Mér þætti vænt um að þið mynduð gefa ykkur tíma til þess að kynna ykkur þær.
Góða helgi
Berglind