Kæru vinir
Á mánudaginn var Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi með kynningu á iðnnámi fyrir 9. og 10. bekk. Þá mun Fjölbrautaskóli Snæfellinga vera með kynningu mánudaginn 16. apríl.
Síðastliðinn þriðjudag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfellsnesi. Hún var að þessu sinni haldin í Ólafsvíkurkirkju. Fyrir hönd skólans kepptu Gestur Alexander Baldursson, Ingigerður Sól Hjartardóttir og Selma Emilsdóttir. Varamaður þeirra var Veronika Ósk Þrastardóttir. Fyrsta sætið hlaut Silvía Dís Sigurðardóttir frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í öðru sæti var okkar nemandi Ingigerður Sól Hjartardóttir og í þriðja sæti Kolbrún Líf Jónsdóttir frá Grunnskóla Grundarfjarðar.
Mánudaginn 16. apríl mun Hamrahlíðarkórinn verða með tónleika fyrir 5. - 8. bekk.
Næsta vika verður heldur betur stutt í annan endann hjá okkur. Miðvikudaginn 18. apríl verður skipulagsdagur og allt starfsfólk skólans á námskeiði í skyndihjálp. Fimmtudaginn 19. apríl verður sumardagurinn fyrsti og föstudaginn 20. apríl verður vorfrí.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena