Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir
Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að við erum farin að nota ærslabelginn aftur nú með hækkandi sól. Við erum með tímastilli á honum sem virkar þannig að hann blæs út að sjálfu sér kl. 9 á morgnana og tæmir sig sjálfur kl. 21 á kvöldin.
Mánudag og þriðjudag vorum við með hóp- og einstaklingsmyndatökur. Þær gengu mjög vel. Þið munuð fá sendar nánari upplýsingar síðar um það hvernig þið getið keypt myndir ef þið hafið áhuga á því.
Í næstu viku verður enn ein skerta vikan þar sem 1. maí verður á þriðjudaginn og frí þann dag.
Við viljum minna alla aldurshópa á heimalestur.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena