Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir!
Samræmd próf í 7. bekk gengu vel. Þetta er í annað sinn sem þau eru rafræn og virðist sú breyting bara vel lukkuð. Í næstu viku þreyta svo fjórðu bekkingar sín próf.
Það hefur verið að aukast upp á síðkastið að nemendur í unglingadeild komi með svokallaða orkudrykki. Það verður að viðurkennast að það er ekki auðvelt að skilja á milli hvað eru orkudrykkir og hvað ekki. Reglan er sú að það er bannað að koma með koffíndrykki og gosdrykki.
Í næstu viku er síðasta vikan í danskennslu þetta skólaárið. Eins og áður munum við enda á danssýningu sem fram fer þriðjudaginn 26. september kl. 12:15. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hafið það sem best um helgina
Berglind og Lilja Írena