Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Það er ekki hægt að segja annað en að sumarið láti bíða eftir sér. Við vonum nú samt að þetta eigi eftir að batna mjög fljótlega.

Nú eiga allir að hafa fengið tölvupóst frá ljósmyndaranum sem tók bæði einstaklings- og hópmyndir af nemendum. Þar eru upplýsingar um það hvernig þið getið keypt myndir ef þið hafið áhuga á því.

Á mánudagsmorgun heldur 9. bekkur af stað í árlega ferð til vinabæjar Stykkishólms Kolding í Danmörku ásamt dönskukennara, skólastjóra og nokkrum foreldrum. Dvöl þeirra mun standa yfir í viku og munu nemendur gista á heimilum vina sinna.

Í tilefni af Júróvísion ætlum við að fara í skemmtilegan leik með nemendum og starfsfólki. Búið er að hengja upp svarblöð og annað sem leiknum tengist á töfluna til hægri þegar komið er inn í skólann.

Í næstu viku verður skert vika því uppstigningardagur verður fimmtudaginn 10. maí.

Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena