Kæru vinir!
Þá er einni enn viðburðarríkri viku lokið. Hún gekk bara vel. Barnamenningarhátíð í tilefni 60 ára afmælis leikskólans hefur verið í gangi alla vikuna. Grunnskólinn var í samstarfi við leikskólann sem var þannig háttað að nemendur í 1. bekk og elstu nemendum á leikskólanum var blandað saman og fengu þau að fara í fimm mismunandi smiðjur. Afrakstur þeirra mun verða til sýnis á laugardaginn.
Á miðvikudaginn kom til okkar hljómsveitin Milkywhale. Þau komu til okkar á vegum verkefnis sem heitir List fyrir alla. Viðburðurinn fór fram á Fosshótel Stykkishólmi. Við viljum hvetja ykkur til þess að skoða Facebook síðu skólans en þar má finna myndir og upptökur af viðburðinum. Við reynum að deila því sem við erum að gera í skólanum og er gaman að sjá hversu margir setja inn annað hvort færslu eða líka við færslurnar okkar.
Hafið það sem allra best um helgina
Berglind og Lilja Írena