Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir!
Í dag fór fram sokkafótboltamót hjá 7. - 10. bekk í boði íþróttaráðs.
Við viljum minna á haustfrí mánudaginn 16. október.
Í næstu viku munum við fá Þorgrím Þráinsson til okkar í heimsókn í 9. og 10. bekk. Hann mun verða með svipaðan fyrirlestur og síðustu ár.
Það er skoðun okkar að það hafi verið of mikið af því að nemendur komi of seint í skólann á morgnana það sem af er skólaári. Við viljum því brýna fyrir ykkur foreldrum að passa upp á þennan þátt. Það er mjög mikilvægt að kenna börnunum að mæta á réttum tíma.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena