Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir!

Þessi vika var frekar fljót að líða þar sem það voru einungis fjórir kennsludagar.

Það var frekar mikill spenningur í skólanum á miðvikudaginn þegar fram fór kvikmyndataka sem er lokaverkefni nemenda í Listaháskóla Íslands. Nokkrir af okkar nemendum voru þar með hlutverk aukaleikara.

Við erum ánægðar með að geta tilkynnt ykkur að Sigríður Ólöf Sigurðardóttir dönskukennari með meiru hefur dregið uppsögn sína til baka.

Næsta vika verður sérstaklega helguð jafnréttismálum í skólanum.

Hafið það sem allra best um helgina
Berglind og Lilja Írena