Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir!

Þessa vikuna vorum við með jafnréttisviku. Það er auðvitað svo að jafnrétti er einn af grunnþáttum menntunar og því mikilvægt að huga ávallt að þeim þætti. Þrátt fyrir það teljum við rétt að beina sérstaklega sjónum að jafnrétti með því að tileinka því eina viku á skólaárinu.

Nemendaráð hélt spurningakeppni fyrir nemendur í 7. - 10. bekk í dag. Myndir af viðburðinum má finna inni á síðu skólans á Facebook.

Í næstu viku ætlum við svo að vera með fyrsta söngsal vetrarins. Þema hans verður haustið.

Við viljum segja ykkur frá því að búið er að mála tvö blá stæði fyrir framan skólann. Það er gert til þess að auðvelda aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Einnig hugsum við þessi stæði fyrir þá sem eru að koma með vörur og þess háttar. Við vonum að þessi breyting dragi úr akstri inn á skólalóðina.

Að lokum viljum við biðja ykkur foreldra að muna eftir slaufunni í staðinn fyrir að keyra inn á bílastæðið.

Góða helgi
Berglind og Lilja Írena