Kæru vinir
Í næstu viku þann 8. nóvember er Baráttudagur gegn einelti. Það er aldrei of oft talað um það hversu nauðsynlegt það er að ræða á opinskáan hátt um þennan leiðinlega þátt í mannlífinu. Þess má til gamans geta að stofnanir Stykkishólmsbæjar hafa tekið sig saman og ætla að búa til sameiginlega eineltisáætlun. Grunnskólinn í Stykkishólmi er að sjálfsögðu hluti af því .
Nemendur 8. ? 10. bekkjar munu fara á svokallaða Tæknimessu sem verður í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þetta verkefni er liður í því að kynna iðn- og tæknigreinar fyrir nemendum í efstu bekkjum grunnskóla.
Í morgun var fyrsti söngsalur vetrarins og var þema hans haustið.
Hafið það sem allra best um helgina.
Berglind og Lilja Írena