Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir.
Gleðilegan fullveldisdag.
Það var mjög gaman að sjá einbeitinguna og notalegt andrúmsloft í foreldraföndrinu þetta árið. Við viljum þakka foreldrafélaginu fyrir að standa fyrir uppákomunni.
Á dag föstudag mun 1. bekkur kveikja á jólatrénu frá Drammen kl. 16 í Hólmgarði.
Búið er að skipuleggja jólamánuðinn í skólanum. Meðal annars munu nemendur fara á dvalarheimilið og eiga söng- og sögustund með heimilisfólki. 3. bekkur mun flytja helgileikinn í kirkjunni þriðjudaginn 5. desember kl. 10:30.
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn fimmtudagnn 7. desember kl. 11:05. Þá verður útvarpað þremur lögum sem nemendur munu syngja. Þau eru: Líttu sérhvert sólarlag, Ef engill ég væri með vængi og Gefðu allt sem þú átt.
Njótið aðventunnar
Berglind og Lilja Írena