Kæru vinir
Þessa vikuna hafa allir bekkir heimsótt heimilisfólk á dvalarheimilinu. Á hverjum degi fór einn eldri og einn yngri bekkur og lásu upp jólasögu og sungu jólalög með íbúum.
Í vikunni höfum við staðið fyrir kosningu á meðal nemenda um nafn á Heilsdagsskólann. Þetta er liður í nemendalýðræði og höfum við komið fyrir póstkassa í holinu fyrir innan anddyrið í þeim tilgangi. Alls bárust 95 tillögur sem verið er að vinna úr.
Á þiðjudaginn fóru nemendur í 1. - 4. bekk í Stykkishólmskirkju. 3. bekkur flutti hinn hefðbundna helgileik ásamt stuðningi frá 4. bekk. Þau stóðu sig með prýði og voru skólanum til sóma.
Í gær fékk einnig 3. bekkur heimsókn frá slökkviliðsstjóranum Álfgeiri Marínóssyni ásamt formanni Lionsklúbbsins Hörpu Ragnheiði Axelsdóttur. Álfgeir var með brunavarnarfræðslu og afhentu þau Ragnheiður bekknum fjölbreytt fræðsluefni.
Dagur íslenskrar tónlistar var í gær en þá sameinaðist þjóðin í söng þar sem sungin voru þrjú lög. Við í skólanum tókum þátt með því að safnast saman og syngja með.
Í næstu viku verður alls konar uppbrot í gangi í tilefni jólanna.
Gleðilega aðventu
Berglind og Lilja Írena