Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Nú er farið að síga á seinni hlutann af þessu skólaári og einungis þrjár vikur eftir.

Í næstu viku fer 3. bekkur í hina árlegu ferð inn í Dali. Þar skoða þau Mjólkursamsöluna, fara á Erpsstaði og fræðast um sveitastörf og ísgerð ásamt því að fara á Eiríksstaði.

Þá verður umhverfisvika hjá okkur og munu allir bekkir fara út og tína rusl.

Góða helgi
Berglind og Lilja Írena