Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir
Þessa vikuna hefur verið alls konar uppbrot á skólastarfi í tilefni jóla og lauk vikunni á sameiginlegum jólasöngsal.
Undanfarið hefur fjölgað hjá okkur í skólanum og er nemendatalan komin upp 165 nemendur sem er mjög gleðilegt. Við höfum þann háttinn á að umsjónarkennarar senda póst heim þegar bætist í bekk. Við bjóðum þessa nemendur hjartanlega velkomna.
Nú styttist í jólafrí og einungis tveir skóladagar eftir helgi. Á mánudaginn verða allir bekkir með sínum umsjónarkennara ásamt því að fara í jólaleikfimi. Að því tilefni viljum við minna alla á að koma með íþróttaföt meðferðis. Litlu jólin verða svo haldin hátíðleg á þriðjudaginn og mæta nemendur kl. 10 þann dag. Við ætlum að dansa í kringum jólatréð og allir bekkir munu eiga stund með umsjónarkennara sem lýkur um kl. 12. Gaman væri að sjá nemendur prúðbúna.
Við viljum hvetja alla til þess að lesa vel í jólafríinu. Til dæmis má nota jólasveinalestur af eftirfarandi síðu: https://mms.is/frettir/jolasveinalestur-0
Skólastarf hefst að nýju eftir áramót þriðjudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.
Við vonum að þið eigið öll gleðileg jól og hlökkum til að sjá alla aftur eftir jólafrí.
Berglind og Lilja Írena