Komið þið sæl og gleðilegt nýtt ár.
Þá er fyrsta skólavika þessa árs liðin. Hún var reyndar ekki löng en að okkar mati skemmtileg. Nú hefur Heilsdagsskólinn tekið í notkun nýja nafnið sem kosið var um í desember, hann ber nú heitir Regnbogaland.
Við höfum orðið vör við að æ fleiri yngri nemendur eru að koma í skólann með svokölluð snjallúr. Við viljum minna á reglur skólans sem segja að snjalltæki eru eingöngu leyfð í 5. - 10. bekk. Við látum hér fylgja með reglur skólans í þessum málum:
Tölvur og snjalltæki
Í tilefni af þrettándanum vorum við í dag með spilavist í 5. - 10. bekk í Stykkinu. Það skapaðist góð stemning og gaman að sjá aldurshópana blandast saman á þennan máta. Við stefnum því á að gera þetta að þrettándahefð. Eftir spilið var boðið upp á heitt kakó og smákökur.
Við viljum biðja foreldra um að taka frá mánudaginn 15. janúar klukkan 18.00, þá munum við hafa kynningu á nýja námsmatinu okkar sem mikilvægt er að foreldrar séu upplýstir um.
Þá eru foreldraviðtöl 24. janúar sem við munum segja frá betur síðar.
Njótið helgarinnar.
Berglind og Lilja Írena