Vikupóstur stjórnenda

Sæl og blessuð.
Það hefur verið þó nokkuð um mannabreytingar hjá okkur í vetur í tengslum við fæðingarorlof. Nú er Steinunn Alva komin í sitt orlof og nýr kennari mun hefja störf eftir helgi. Hann heitir Jón Haraldsson og er nýútskrifaður. Umsjónarkennarar viðkomandi bekkja munu kynna hvernig hann kemur að kennslu þeirra. Þá hefur Sirrý (Sigríður Sóldal) hafið störf aftur eftir barneignarfrí og er í stuðningi í 2. bekk.
Eins og við sögðum í síðasta vikupósti verður fundur fyrir foreldra mánudaginn 15. janúar kl. 18. Við ætlum að kynna nýtt námsmat ásamt því að sýna foreldrum hvernig það virkar í Námfúsi. Við ætlum líkt og í fyrra að gefa námsmatið út rafrænt. Nemendur fá útprentað vitnisburðarspjald við skólaslit 1. júní.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena