Vikupóstur stjórnenda

Sæl kæru vinir

Það er tilfinning okkar stjórnenda að skólastarfið hafi farið vel af stað. Á skipulögsdögum fór allt starfsfólk á námskeið um einhverfu og Uppeldi til ábyrgðar. Við erum einstaklega ánægðar með þessa fræðslu og uppbyggingardagana með nemendum. Við vonum að sem flestir hafi tekið eftir gjöf sem nemendur báru í hús.
Eftir þessi námskeið fórum við að skoða hvað það er sem við viljum setja á oddinn og bæta í vetur. Niðurstaða þeirrar vinnu var sú að styrkja jákvæða sjálfsmynd nemenda. Við þekkjum öll umræðuna um geðheilsu svo sem kvíða og þunglyndi og námsárangur drengja í skólakerfinu. Árangurinn af þessari vinnu verður áfram mældur með Skólapúlsinum. Við höfum staðið í stað undanfarin þrjú ár og á pari við landsmeðaltal. Okkur finnst nemendur okkar eiga meira skilið. Það er því mikilvægasta markmið okkar núna að hækka mælitöluna okkar úr 4,9 í 5,4. Í næsta vikupósti munum við senda ykkur fræðslumyndband til fá ykkur með í lið í þessu mikilvæga verkefni.
Í vikunni var haldinn sameiginlegur fundur skólans og Íþróttamiðstöðvar. Tilgangur fundarins var að fara yfir nýjar húsreglur íþróttahússins. Fundurinn var mjög góður og tímabær. Alltaf gott að stilla saman strengi og tala um sameiginleg mál.
Búið er að semja við fyrirtækið Tröppu um talþjálfun fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Kynningarfundur fyrir foreldra þeirra barna sem þurfa þjálfun verður miðvikudaginn 19. september klukkan 18 í Grunnskólanum í Stykkishólmi.
Njótið helgarinnar,
Berglind og Lilja Írena