Vikupóstur stjórnenda

 

Kæru vinir
Nú er allt komið á skrið í skólanum. Við erum mjög ánægðar með það hvað nemendur koma sterkir til leiks eftir sumarið.
Í vikunni fóru allir nemendur Regnbogalands á brúðuleiksýningu Þjóðleikhússins. Sjá nánar á eftirfarandi krækju: http://www.leikhusid.is/um-okkur/starfsfolk/listafolk/annad-listafolk/bernd-ogrodnik. Það var virkilega gaman að sjá hvað þau skemmtu sér vel.
Það hefur líklega ekki farið fram hjá ykkur að þessa vikuna vorum við með gesti frá Danmörku. Það var 10. bekkur sem tók á móti þeim og er ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við þau. Við kvöddum gestina með söngsal og var þar sungið bæði á íslensku og dönsku. Á foreldrafundi 9. bekkjar hefur nú þegar verið ákveðið að þau muni fara til Danmerkur í vor. Fjáröflun hefur þegar farið af stað og geta nemendur í 5. - 10. bekk keypt skúffuköku af 9. bekk á föstudögum. Hver kaka kostar 150 krónur.
Við höfum nú þegar lokað síðu skólans á Facebook vegna nýrra persónuverndarlaga. Í einhverjum tilvikum bekkir með sína eigin síðu. Kennarar geta ekki lengur sett inn myndir af nemendum þar inn eins og tíðkast hefur í einhverjum bekkjum. Myndir munu hins vegar enn verða birtar á heimasíðu skólans þar sem síðan uppfyllir öryggiskröfur Evrópusambandsins um vörslu persónuverndarupplýsinga.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena