Kæru vinir
Þessa dagana erum við með foreldrafundi í skólanum. Í flestum tilvikum er góð mæting á slíka fundi. Við stjórnendur viljum minna á mikilvægi þess að mæta á slíka fundi.
Á síðasta skólaári höfðum við ekki tök á því að bjóða upp á heimanám og þótti okkur það miður. Við höfum unnið að því að koma því á aftur og erum mjög vongóðar um að úr því muni rætast. Það væri mjög gott að fá viðbrögð við þessum pósti ef þið teljið að ykkar börn myndu nýta sér þetta úrræði.
Við höfum ráðið nýjan starfsmann í Regnbogaland, Guðrúnu Hörpu Gunnarsdóttur. Hún mun hefja störf hjá okkur næsta þriðjudag og bjóðum við hana velkomna í starfsmannahópinn til okkar.
Kennarar ásamt stjórnendum fara á Haustfund Kennarafélags Vesturlands í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit á morgun föstudag.
Að lokum viljum við minna ykkur á kynningarfund talþjálfunarfyrirtækisins Tröppu sem við sögðum ykkur frá um daginn. Fundurinn verður næsta miðvikudag kl. 18 í húsakynnum skólans allir eru velkomnir og þá sérstaklega foreldrar þeirra barna sem munu nýta sér þjónustuna.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena