Vikupóstur stjórnenda

foreldrar frá um helming nemenda hafi komið. Á meðan við gleðjumst yfir því erum við hugsi yfir þeim sem ekki sáu sér fært að koma og hvernig og með hvaða aðferðum við getum komið upplýsingum til þeirra. Okkur þætti vænt um að fá hugmyndir frá ykkur sem ekki komust. Við fundum það í umræðum við foreldra sem komu á fundinn að það var nauðsynlegt að eiga samtal um þessar kerfis- og hugmyndafræðilegu breytingar á námsmati. Það er öllum í hag þegar samvinna er milli heimilis og skóla. 

Það er vonandi öllum orðið kunnugt að við höfum skipt úr þriggja anna kerfi í tveggja anna. Haustönn lýkur í dag og vorönn hefst mánudaginn næsta 22. janúar. Við munum opna fyrir námsmat nemenda í Námfúsi þriðjudaginn 23. janúar. Þá getið þið foreldrar/forráðamenn séð ný vitnisburðarspjöld þar inni. Á fundinum kom fram að einhverjir hafa ekki aðgang að Námfúsi því sendum við ný aðgangsorð í gær til að tryggja að allir komist inn.

Skipulagsdagur verður miðvikudaginn 24. janúar. Þá mæta nemendur ekki í tíma en í einhverjum tilvikum gætu foreldrar eða kennarar óskað eftir því að fá þá með í viðtöl. Umsjónarkennarar 1. - 4. bekkjar munu senda nánari upplýsingar um fyrirkomulag viðtalanna. Klukkan 8:15-12:00 fyrrgreindan dag verða kennarar 5. - 10. bekkjar til viðtals. Ekki þarf að panta sér tíma fyrir fram en miðað er við að hver tími verði ekki lengri en 10 mínútur.

Vorönn hefst á lestrarátaki með því að allir bekkir taka þátt í táknrænum flutningi þar sem hver nemandi mun fara með bók/bækur yfir á nýja bókasafnið. Skólabókvörðurinn Unnur Valdimarsdóttir og nýr forstöðumaður bókasafnsins Nanna Guðmundsdóttir taka á móti nemendum og sýna þeim safnið. Átakið mun standa til föstudagsins 2. febrúar.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena