Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Í íslensku og stærðfræði í 5. - 10. bekk eru nánast undantekningaalaust tveir kennarar. Það er gert til að styðja betur við einstaklingsmiðað nám nemenda. Teymiskennsla hefur mikið forspárgildi um aukinn námsárangur og erum við mjög ánægðar með að geta gert þessar breytingar. 

Í dag var seinni dagur samræmdra prófa í 7. bekk og gengu þau mjög vel. Þá var nemendafélagið með kosningar í stjórn nemendafélags, íþróttaráðs og tækniráðs. Formenn nemendaráðs þetta skólaárið verða Halldóra Margrét Pálsdóttir og Heiðrún Edda Pálsdóttir, formenn íþróttaráðs verða Ingimar Þrastarson, Ísak Örn Baldursson og Sigurður Maciej Steinþórsson Hjaltalín. Í tækniráði verða Birta Sigþórsdóttir og Salvör Mist Sigurðardóttir. Við óskum þeim velfarnaðar í störfum þeirra í vetur og hlökkum til samstarfsins.
Við höfum ráðið Rósu Indriðadóttur til okkar. Hún er með BA próf í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún mun verða stuðningsfulltrúi í 2. bekk ásamt því að verða með heimanám, tómstunda- og félagsmálafræði og endar alla daga í Regnbogalandi. Við bjóðum hana velkomna í starfsmannahópinn til okkar.
Að lokum viljum við minna á að það hefur kólnað ansi mikið hjá okkur og því er rétt að taka fram hlýar yfirhafnir, vettlinga og húfur og koma með í skólann.
Hafið það sem allra best um helgina
Berglind og Lilja Írena