Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir. 
 
Í dag kláruðust samræmd könnunarpróf hjá 4. bekk og gengu þau einnig vel.  
 
Einhverjir bekkir fóru í göngutúr í morgun eftir að fréttist af Varðskipi í Stykkishólmshöfn og höfðu nemendur gaman af að berja það augum.  
 
Nú þegar ljóst er að við getum ekki lengur sett inn myndir af viðburðum og skólastarfi inn á Facebook viljum við minna á heimasíðuna okkar og þá sérstaklega á myndasafnið okkar. Þið komist inn á það á eftirfarandi krækju: https://grunnskoli.stykkisholmur.is/nam-og-kennsla/myndasafn-2018-2019/ 
 
Á foreldrafundum í haust buðum við til sölu bók sem heitir Barnið mitt er gleðigjafi. Hún er foreldrahandbók Uppeldis til ábyrgðar. Hún seldist upp hjá okkur en við vorum að fá fleiri bækur. Þær eru til sölu hjá skólaritara. Bókin kostar 1.500 krónur. Hún er auðlesin og mælið við mikið með henni. 
 
Núna er alltaf að dimma meira og meira og fer að koma sá tími að við komum í myrkri í skólann. Því viljum við minna á endurskinsmerkin.  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena