Kæru vinir
Við viljum biðja ykkur um að taka tvær dagsetningar frá. Næsta föstudag, 12. október, klukkan 11:00 verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni. Þann dag verður einnig bleikur dagur í tilefni af árvekniátaki Krabbameinsfélagsins. Laugardaginn 1. desember verður sýning í grunnskólanum á vegum nemenda í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis Íslands. Nánar verður fjallað um það þegar nær dregur.
Nemendur á miðstigi munu fá góða heimsókn á fimmtudaginn í næstu viku. Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur kemur og verður með námskeið í skapandi skrifum á vegum Menntamálastofnunar. Þetta er liður í læsisátaki þjóðarinnar.
Síðasta þriðjudag komu verðandi 1. bekkur í heimsókn til okkar. Þetta er fyrsta heimsókn í röð heimsókna milli grunnskóla og leikskóla til að auðvelda upphaf skólagöngunnar. Nemendur okkar í 1. bekk munu síðar fara í heimsókn í leikskólann.
Að lokum viljum segja ykkur að Sigurbjartur Loftsson (Baddi) mun starfa hjá okkur í forföllum í smíðakennslu því Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir er í viðbótarnámi í Jákvæðri sálfræði og sækir staðlotur af og til.
Góða helgi!
Berglind og Lilja Írena