Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 

Á morgun mun dansinum ljúka með sýningu í Íþróttamiðstöðinni kl. 11. Auk þess sýndi 6. bekkur dans á Dvalarheimilinu í dag 

Þá fengum við góða heimsókn í morgun en Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur var með skapandi skrif hjá nemendum í 4. - 7. bekk. Hún er þessa dagana að fara á milli skóla og hafði á orði hvað okkar nemendur væru frjó og skapandi og hvað hér væri góður andi.  

Fyrsti söngsalur vetrarins var í gær fimmtudag. Við höfum yfirleitt verið í holinu við stigaganginn en prófuðum að vera á bókasafninu og kom það bara vel út. Þemað var jafnrétti í tilefni jafnréttisviku sem verður í næstu viku. Einnig sungum við Meistari Jakob á þrettán tungumálum, eða þeim tungumálum sem tengist nemendum skólans. 

 

Undanfarið hafa nemendur í 10. bekk tekið svokallað bókaherbergi í gegn með því að málað það og gera fínt. Þetta herbergi verður nýtt sem aðstaða fyrir 8. - 10. bekk í frímínútum ásamt því að nemendaráð og íþróttaráð geta fundað þar.  

Í viðhengi er auglýsing um viðburð sem stjórn foreldrafélagsins vildi koma á framfæri.  

Á morgun verður bleikur dagur og viljum við minna alla á að koma einhverju bleiku. 

 

Það er eitthvað um það að foreldrar komi og leggi í stæði fatlaðra á morgnana þegar þau eru að keyra börn sín í skólann. Það þarf ekki að fjölyrða um að þetta er að sjálfsögðu ekki leyfilegt. 

 

Við minnum á að mánudaginn 22. október verður haustfrí og því hvorki skóli né Regnbogaland þann dag.  

Hafið það sem allra best um helgina 

Berglind og Lilja Írena