Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

 

Á þriðjudaginn var vorum við með rýmingaræfingu í skólanum. Æfingin í þetta sinn var haldin án þess að slökkviliðið kæmi að henni. Hún var ekki síst til þess gerð að æfa nemendur í 1. bekk sem aldrei hafa upplifað slíka æfingu. Innan skamms verður síðan alvöru æfing sem eingöngu stjórnendur og slökkviliðsstjóri vita hvenær verður. Með henni viljum við fá nokkuð raunsanna mynd af viðbrögðum ef eldur yrði laus í skólahúsnæðinu. Þetta þýðir að nemendur munu ekki verða undirbúnir og því viljum við biðja ykkur um að ganga úr skugga um að börn séu með aukasokka í töskunni til þess að hafa til skiptanna. Því hætt er við því að þau blotni í fæturna. Ef þið kjósið frekar að þau séu með inniskó er það í góðu lagi.   

Á starfsmannafundi í vikunni kom persónuverndarfulltrúi Stykkishólmsbæjar, Sigurður Már Eggertsson og fór yfir málin með okkur vegna nýrra persónuverndarlaga.  

Að lokum viljum við minna á haustfríið á mánudaginn kemur. 

 

Með von um að þið eigið ánægjulega helgi 

Berglind og Lilja Írena