Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 

Þessi vika var styttri en venjulega vegna frídagsins síðasta mánudag svo hún var mjög fljót að líða. Eins og oft áður fannst okkur þessi vika ganga vel.  

Kvennafrídagurinn gekk vel og viljum við þakka ykkur foreldrum/forráðamönnum fyrir ykkar þátt sem gerði okkur konum kleift að ganga út kl. 14:55. Við teljum þetta skipta máli til þess að vekja athygli á hinum mikla launamun kynjanna sem enn er til staðar í íslensku samfélagi.  

Í dag héldu nokkrir bekkir upp á alþjóðlega bangsadaginn sem gerði skóladaginn óneitanlega litríkari.  

Við viljum biðja ykkur foreldra/forráðamenn á að minna börn ykkar á að setja aukasokka í skólatöskuna nú eða að þau komi með inniskó vegna fyrirhugaðrar brunaæfingar.  

Góða helgi  

Berglind og Lilja Írena