Kæru vinir
Síðasta þriðjudag vorum við með raunverulega brunaæfingu þar sem eingöngu stjórnendur skólans og slökkviliðsins vissu af æfingunni. Æfingin gekk mjög vel en búið var að undirbúa tvo nemendur sem földu sig. Það þurfti því að senda inn reykkafara til þess að leita að nemendunum. Æfingin í heild sinni tók um hálftíma. Það voru nokkrir hlutir sem komu í ljós að við þurfum að laga. En það er einmitt tilgangurinn með þessum æfingum.
Ef þið hafið lesið Stykkishólmspóstinn tókuð þið e.t.v. eftir upplýsingum um laugardaginn 1. desember sem er skertur skóladagur á skóladagatalinu okkar. Hann er því einn af 180 skóladögum þessa skólaárs. Það þýðir að biðja þarf um leyfi ef nemendur komast ekki. Við munum verða með opinn dag þar sem nemendur sýna afrakstur þemavinnu, Ísland þá og nú þar sem árin 1918 og 2018 eru borin saman. Einnig verða nemendur 7. bekkjar með vöfflusölu til styrktar skíðaferðar. Endilega takið með ömmur og afa eða aðra gesti. Þau leiðu mistök urðu að í auglýsingunni stendur að 7. bekkur sé með fjáröflun og í pistlinum 9. bekkur. Hið rétta er að 7. bekkur verður með fjáröflunina og að sjálfsögðu á að orða það þannig að hún sé til styrktar skíðaferðar.
Þá verður List fyrir alla í næstu viku í Stykkishólmskirkju. Í þetta sinn er boðið upp á viðburð sem heitir Músík og sögur. Viðburðurinn er fimmtudaginn 8. nóvember klukkan 13:00 og fyrir alla nemendur skólans. Þeir sem lokið hafa sínum skóladegi á þessum tíma eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir og foreldrar þeirra með.
Að lokum viljum við minna á heimanámið. Þið getið séð tímasetningarnar á heimasíðunni.
Hafið það gott um helgina
Berglind og Lilja Írena