Vikupóstur stjórnenda

 
Kæru vinir 
 
Í gær fengum við til okkar listamenn á vegum verkefnis sem heitir List fyrir alla. Síðustu ár höfum við fengið slíkan viðburð árlega. Það sem okkur var boðið upp á í þetta sinn heitir Músík og sögur. Það var virkilega skemmtilegur viðburður. Í ár var tónlistin af klassískum toga og finnst okkur mikilvægt að kynna allar tegundar tónlistar fyrir nemendum. Þið getið lesið meira um það hér: https://listfyriralla.is/event/musik-og-sogur-2/ 
 
Þennan sama dag var Baráttudagur gegn einelti. Í öllum bekkjum voru umræður um eineltismál og mælti eineltisteymið með því að í elstu bekkjunum yrði horft á þátt sem sýndur var á RÚV um daginn og hét Myndin af mér. Í öllum bekkjum var lögð áhersla á að efla liðsheildina og rætt um mikilvægi þess að standa saman. Góður skólabragur er besta forvörnin gegn einelti. 
 
Að lokum tóku nemendur Kompuna í gagnið á þessum degi. Kompan er rýmið sem þau hafa verið að útbúa og nemendur í 8. - 10. bekk munu hafa til umráða í frímínútum sem og til fundarhalds. Rýmið fékk nafnið Kompan í nafnasamkeppni sem haldin var um daginn.  
 
Góða helgi  
Berglind og Lilja Írena