Kæru vinir
Í dag vorum við með söngsal í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Sungin voru íslenski þjóðsöngurinn, Ísland ögrum skorið, Íslands farsældar frón, Á íslensku má alltaf finna svar og Land míns föður. Í vetur ætlum við að brydda upp á þeirri nýbreytni að nemendur skiptast á að kynna höfunda og textaskáld fyrir öðrum nemendum á söngsal. Þá er söngsalur haldinn á bókasafninu og hefur sú breyting heppnast vel.
Á kennarafundi síðasta miðvikudag voru reglur um snjalltæki og frímínútur endurskoðaðar. Nemendur, almennt starfsfólk skólans og aðstandendur munu fá nánari kynningu síðar.
Laugardag og sunnudag verður haldið skákmót á vegum Skáksambands Íslands. Mótið verður á Amtbókasafninu. Til stóð að vera með kennslu í skólanum samhliða mótinu. Því miður gat ekki orðið af því núna en kennslan verður í staðinn eftir miðjan febrúar. Við munum kynna það betur þegar nær dregur.
Góða helgi
Berglind og Lilja Írena