Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Nú fer að líða að þeim tíma þar sem dagurinn er hvað stystur. Eins og tíðin hefur verið undanfarið er myrkrið allsráðandi stóran hluta sólarhringsins. Við viljum því minna á endurskinsmerkin.  
 
Við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir þemadagana sem verða 28., 29. og 30. nóvember. Þá  daga verður allt á fullu að undirbúa opna daginn laugardaginn 1. desember. Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að sækja um leyfi ef þörf er á.  
 
Jólaföndur foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 27. nóvember kl. 17 hjá 1. - 4. bekk og miðvikudaginn 28. nóvember kl. 18 hjá 5. - 10. bekk.  
 
Vonandi eigið þið ánægjulega helgi  
Berglind og Lilja Írena