Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Við viljum þakka öllum sem komu í viðtöl á skipulagsdaginn. Slíkir dagar eru mjög mikilvægir fyrir samstarf heimilis og skóla.
Í vikunni tóku allir nemendur þátt í flutningi á skólabókum yfir á nýtt bókasafn. Um leið var þetta fyrsta heimsókn nemenda á safnið og liður í að kynna það fyrir nemendum.
Við höfum endurskoðað reglur varðandi frímínútur. Þær eru eftirfarandi:

Hvar má ég vera í frímínútum?
1. - 4. bekkur fer út í hverjum frímínútum
5. - 7. bekkur fer út klukkan 11 en fá annars val um að fara út eða vera inni niðri
8. bekkur fær val um að vera úti eða inni niðri
9. bekkur fær val um að vera úti, inni niðri eða í stofunni sinni
10. bekkur fær val um að vera úti, inni niðri eða í stofunni sinni

Lestrarátakið er nú hálfnað og viljum við hvetja ykkur til að halda heimalestrinum áfram. Það er gaman að sjá maísbaunaglösin fyllast.

Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena