Kæru vinir
Við stjórnendur viljum þakka fyrir ótrúlega góða mætingu á opnu sýninguna 1. desember síðastliðinn. Við vorum hreinlega í skýjunum með sýninguna, nemendurna okkar og viðtökurnar. Virkilega skemmtilegur dagur.
Nýjar reglur um síma- og frímínútur voru kynntar í lífsleiknitíma í vikunni. Það var ekki annað að heyra en að nemendur hefðu tekið vel í þær.
Fimmtudaginn næsta verður jólasöngsalur og ætlum við að vera á bókasafninu eins og undanfarið þegar hefur verið söngsalur. Lögin sem verða sungin eru
Að lokum viljum við minna á hlýjan og góðan fatnað og þá sérstaklega hjá börnunum í Regnbogalandi. Þau eru hérna hjá okkur allan daginn og því er nauðsynlegt fyrir þau að komast út og fá sér hreint loft. Það er erfitt að vera úti í kuldanum og illa klæddur.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena