Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 

Okkur finnst skólastarfið fara vel af stað og nemendur koma tilbúnir til leiks.  

Síðar í þessum mánuði eru annarskil og viljum við því fara yfir nokkrar mikilvægar dagsetningar 

Mánudaginn 21. janúar hefst vorönn. Þá taka við ný valnámskeið hjá unglingum. 

Miðvikudaginn 23. janúar er skipulagsdagur og nemendur koma því ekki í skólann. Klukkan 16:00 verða allar einkunnir og umsagnir sýnilegar. Óskum við eftir að búið sé að skoða það áður en mætt er í samtal daginn eftir. 

 

Fimmtudaginn 24. janúar er skertur dagur. Þann dag eru samtöl nemenda, foreldra og kennara. Umsjónarkennarar í 1. - 7. bekk úthluta tíma fyrir samtölin og senda til foreldra. Kennarar í 8. - 10. bekk bjóða upp á samtöl á milli klukkan 8:15 og 14:00. Auglýst verður í anddyri hvar hver er staddur. Ekki þarf að panta tíma fyrir fram. Nemendur og foreldrar geta því valið hverja þeir hitta. Athugið að ætlast er til að allir nemendur nýti daginn vel og hitti a.m.k. einn kennara. Miðað er við að hvert samtal sé ekki lengur en 15 mínútur.  

Við vonum að þið eigið góða helgi 

Berglind og Lilja Írena