Kæru vinir
Það er helst í fréttum að það eru komnar nýjar dagsetningar fyrir árshátíðirnar okkar. Yngri verða miðvikudaginn 27. mars og eldri fimmtudaginn 28. mars. Við verðum á Fosshóteli Stykkishólmi eins og áður. Þeir dagar sem merktir voru sem uppbrot í febrúar flytjast því til um mánuð með árshátíðinni. Þá er ekki skertur dagur 1. mars heldur 29. mars.
Miðvikudaginn 23. janúar er skipulagsdagur og nemendur því heima.
Fimmtudaginn 24. janúar eru foreldra- og nemendasamtöl. Nánari upplýsingar má finna í síðasta vikupósti og hjá umsjónarkennurum. Við þetta má bæta að við erum núna að vinna í því að hafa Regnbogaland opið. Við munum senda nánari upplýsingar um það eftir helgi.
Nú er úti norðanvindur, nokkuð hefur borið á því að nemendur séu illa klæddir. Munið eftir húfum og vettlingum. Nemendur fara út í flestum veðrum enda holt að sækja sér súrefni og hreyfingu.
Við vonum að þið hafið það sem best um helgina,
Lilja Írena og Berglind