Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir  
 
Gleðilegan bóndadag! 
 
Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir góða mætingu í gær en þá fóru fram foreldra- og nemendasamtöl. Slík samtöl eru alveg ótrúlega mikilvæg fyrir samstarf heimilis og skóla. Við vonum að þið upplifið það einnig.  
 
Frá því í október höfum við boðið upp á heimanám í skólanum. Rósa Indriðadóttir hefur sinnt því fyrir okkur. Við viljum biðja ykkur foreldra að minna börn ykkar á þennan valmöguleika.  
 
Undanfarin ár hafa nemendur í heimilisfræði fengið að setja afganga með sér heim í plastpokum. Nú ætlum við að taka fyrir þá plastpokanotkun og biðja ykkur um að senda þau frekar með nestisbox.  
 
Góða þorrablótshelgi  
 
Berglind og Lilja Írena