Vikupóstur stjórnenda

  

Kæru vinir 
 
Það er óhætt að segja að janúar hafi verið fljótur að líða og komið að hefðbundum liðum í febrúar. Á mánudaginn fer 8. bekkur í skólabúðirnar að Laugum í Sælingsdal.  
 
Þá mun 10. bekkur fara í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í svokallaðan framhaldsskólahermi miðvikudaginn 6. febrúar. Það þýðir að þau fara og upplifa það hvernig er að vera framhaldsskólanemi í einn dag.  
 
Að lokum fer 7. bekkur í skíðaferð til Dalvíkur dagana 10. - 13. febrúar  
 
Góða helgi  
 
Berglind og Lilja Írena