Vikupóstur stjórnenda

 

Kæru vinir
Í dag var íþróttafatadagur. Gaman að sjá hvað margir nemendur tóku þátt í honum.
8. bekkur kemur heim frá Laugum í dag. Það hefur gengið mjög vel hjá þeim. Við erum mjög glaðar að geta veitt nemendum þessa upplifun sem skólabúðirnar að Laugum eru. Hins vegar eru breytingar í farvatninu varðandi búðirnar. Við munum upplýsa ykkur foreldra/forráðamenn um þær þegar það er allt komið í ljós.
Eins og kom fram hjá okkur í vikupósti fyrir nokkru erum við að taka þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns en það er í gangi nú í síðasta skipti. Í samstarfi við stjórn Júlíönuhátíðar mun Ævar vísindamaður koma í skólann þann 4. mars og vinna með nemendum í 4. - 7. bekk að skapandi skrifum. Við erum mjög spennt að fá hann í heimsókn.
Það hefur borið á því undanfarið að foreldrar/forráðamenn láti ekki vita þegar um veikindi er að ræða. Við viljum biðja ykkur um að hafa það í huga þegar veikindi koma upp að þarf að láta vita á hverjum degi.
Njótið helgarinnar
Berglind og Lilja Írena