Kæru vinir
Í gær fimmtudag vorum við með söngsal inni á Amtsbókasafni. Í þetta sinn var hann tileinkaður konum vegna konudagsins líkt og sá sem var í janúar var tileinkaður körlum vegna bóndadagsins. Sungin voru bæði gömul lög og ný. Þá syngjum við alltaf afmælissönginn fyrir þau börn sem hafa átt afmæli í mánuðinum.
Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verður stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson með skákkennslu í öllum bekkjum. Auk þess ætlum við að ljúka báðum dögunum með litlu skákmóti. Á mánudeginum með 1. - 4. bekk og á þriðjudeginum með 5. - 10. bekk. Til stendur að Landinn komi í heimsókn í skólann í tengslum við skákkennsluna. Það er því miður á þessari stundu ekki komið alveg á hreint. Við hins vegar vonum að svo verði.
Hafið það gott um helgina
Berglind og Lilja Írena