Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Það voru margir viðburðir í skólanum í dag. Við lukum lestrarátakinu með popphátíð, haldið var upp á Dag stærðfræðinnar og á eftir verður vígsla á nýja bókasafninu. Hópur nemenda í skólanum mun flytja tvö lög á vígslunni, Þorraþræl og Á íslensku má alltaf finna svar.

Í næstu viku mun 8. bekkur dvelja í skólabúðum á Laugum í Sælingsdal.

Að lokum langar okkur að benda ykkur á fyrirlestur sem hægt er að horfa á með því að smella á eftirfarandi krækju. Fyrirlesturinn heitir ,,Er þetta ekki bara frekja, samspil kvíða og hegðunarvanda barna." Urður Njarðvík dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands fjallar um birtingamynd kvíða meðal barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekiðst á við vandann. Einnig ræðir hún um tengsl kvíða við hegðunarvanda, og hvernig einkenni kvíða eru oft mistúlkuð sem mótþrói og frekja.

Góða helgi
Berglind og Lilja Írena