Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Nú er runnið upp það tímabil sem algengt er að nemendur upplifi skólaþreytu. Sérstaklega er það líklegt í ár því langt er í páskafrí. Við minnum þó á vorfríið 7. og 8. mars og vonum að það verði góð hvíld. Þá brýtur það upp skólastarfið að hafa árshátíðina okkar góðu í lok mars. 
 
Það er helst í fréttum að Bragi Þorfinnsson skákmeistari kom til okkar á mánudag og þriðjudag og kenndi skák ásamt því að stýra skákmóti meðal nemenda. Við höfum tekið eftir vaxandi skákáhuga meðal nemenda og vonumst til að geta komið betur til móts við hann með tímanum. Það var gaman að taka á móti Gísla í Landanum og viljum við benda ykkur á að innslagið okkar verður sýnt sunnudaginn 3. mars en þar megum við eiga von á að sjá nemendur úr 5. - 10. bekk bregða fyrir.  
 
Í næstu mun Hreiðar Haraldsson íþróttasálfræðingur koma í skólann á vegum Snæfells með fyrirlestur fyrir 5. - 10. bekk.  
 
Þá hefur Auður Björgvinsdóttir læsisfræðingur verið hjá okkur í gær og í dag. Hún hefur verið að skima lestur í 4. og 5. bekk og var með gagnlega fræðslu fyrir kennara varðandi lestrarnám. 
 
Með þrumukveðjum eftir gærkvöldið, 
 
Berglind og Lilja Írena