Kæru vinir
Við vonum að nemendum hafi þótt fyrirlesturinn hans Hreiðars Haraldssonar fræðandi og áhugaverður. Við þökkum HSH fyrir þetta framtak.
Þá viljum við minna á að samræmd könnunarpróf verða í 9. bekk mánudaginn 11., þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13. mars.
Á mánudaginn verður Ævar vísindamaður hjá okkur í samstarfi við stjórn Júlíönuhátíðar. Hann mun vinna að skapandi skrifum í 4. - 7. bekk. Þá mun hann hitta alla nemendur á sal þar sem hann mun afhenda verðlaun í lestrarátaki skólans.
Á miðvikudaginn er öskudagur og að vanda verður skóladagurinn í styttra lagi. Nemendur eru búnir í hádegishléinu. Regnbogaland verður opið. Tilkynning frá foreldrafélaginu mun berast varðandi öskudagsskemmtun.
Á fimmtudag og föstudag er vorfrí og vonum við að þið njótið þess.
Að lokum viljum við minna ykkur á að horfa á Landann næsta sunnudagskvöld en þá á innslagið frá skákkennslunni að vera sýnt.
Með Júróvísionkveðjum
Berglind og Lilja Írena