Kæru vinir
Þetta er aldeilis búin að vera stutt en viðburðarík vika hjá okkur. Á mánudaginn var Ævar vísindamaður með skapandi skrif í 4. - 7. bekk. Einnig afhenti hann verðlaun fyrir flestar lesnar bækur í 1. - 7. bekk. Við viljum biðja alla um að skila lestrarmiðunum sem ekki eru komnir í skólann strax eftir helgi. Þeir verða sendir í stóra pottinn þar sem Guðni Jóhannesson forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir munu draga út verðlaunahafa. Það er nefnilega þó nokkur möguleiki að fá verðlaun því ákveðið var að í þetta síðasta skipti að draga út einn verðlaunahafa í hverjum skóla á landinu.
Í morgun kom svo óvænt til okkar kór grænlenskra ungmenna. Þau sungu fyrir okkur og dönsuðu. Virkilega skemmtilegt að fá slíka heimsókn.
Á mánudaginn er fyrirhugað íþróttamót hjá 1. - 6. bekk. Við viljum því biðja alla í fyrrnefndum bekkjum að koma með íþróttaföt.
Samræmdu könnunarprófin í 9. bekk verða dagana 12. - 14. mars.
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. mars kl. 18.
Á morgun fimmtudag og föstudag verður frí í skólanum.
Gleðilegan öskudag og vonandi eigið þið góða frídaga
Berglind og Lilja Írena