Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 
 
Þessi vikuna er margt skemmtilegt búið að gerast fyrir utan allt hefðbundið skólastarf. Á mánudaginn fengum við góða heimsókn frá Bjarna Fritzsyni og Kristínu Tómasdóttur sem komu með sjálfsmyndarfyrirlesturinn Út fyrir kassann. Við viljum hvetja ykkur til að fara á síðuna www.sjalfsmynd.is því á henni má finna verkfærakistu fyrir foreldra og fagfólk.  
 
Á miðvikudaginn var tilkynnt um verðlaunahafa í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Þar að auki voru dregnir út heppnir nemendur, þar af tveir frá okkur. Kristbjörg María Álfgeirsdóttir mun verða gerð að persónu í næstu bók Ævars og Sesselja Arnþórsdóttir mun fá áritaða bók frá Ævari. Við óskum þeim innilega til hamingju. 
 
Í gærmorgun fóru margir nemendur af unglingastigi á Skólahreysti og Samfestinginn. Það voru Vaka, Tinna, Alexander og Ari sem kepptu fyrir hönd skólans og erum við virkilega hreykin af þeim því þau lentu í þriðja sæti. 
 
Júlíönuhátíðin var sett í gær og erum við sérstaklega spenntar fyrir framlagi nemenda á henni.  Í morgun lásu nemendur í 4. - 7. bekk upp sögur sem var afrakstur vinnu Ævars Þórs Benediktssonar með nemendum. Þá mun sýningin Ótti og hugrekki opna í glugganum í Skipavíkurbúð á eftir kl. 15 með myndverkum nemenda í 1. - 4. bekk. Klukkan 17 munu nemendur frá okkur lesa upp úr bókinni Ör eftir Auði Övu í lestrargöngu sem hefst á Bókasafninu. 
 
Fyrr í dag var sendur út upplýsingapóstur um næstu viku sem er mikilvægt að lesa vel. 
 
Góða helgi og gleðilega árshátíðarviku 
 
Berglind og Lilja Írena