Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir 

Starfsfólk og nemendur eru uppgefnir, glaðir og þakklátir eftir þessa vel heppnuðu árshátíðarviku. Allir höfðu lagt mikið á sig til að gera bæði árshátíðarkvöldin sem glæsilegust og var gaman að uppskera og njóta með ykkur aðstandendum.  

Hérna kemur uppgjör fyrir árshátíð GSS 2019 

Innkoma = 377.000 

Kostnaður = 251.000 

Afgangur = 126.00 

 

Lagt inn á reikning hjá eftirfarandi bekkjum: 

7. bekk vegna skíðaferðar: 21.000 

5. bekk vegna menningarferð: 80.500 

Lagt inn á reikning fyrir skíðaferð/menningarferð: 24.500  

Hver nemandi í 5. og 7. bekk fær 3500 kr. í styrk upp í skólaferð. 

 

Fyrr á þessu ári sótti skólinn um fjóra styrki í Sprotasjóð. Alls bárust sjóðnum 100 umsóknir og fengu aðeins 44 þeirra styrk. Okkur er því sönn ánægja að tilkynna ykkur að við fengum þrjá! Verkefnin heita Sköpun - til að hver nemandi fái að sýna hvað í honum býr, Jákvæð menntun og Hvað ungur nemendur, gamall temur sem er íslenskuverkefni á unglingastigi. Það er því með mikilli gleði sem við höldum áfram að undirbúa næsta skólaár. 

Þriðjudaginn 2. apríl verður dagur einhverfunnar haldinn hátíðlegur og viljum við biðja alla um að mæta í bláum fötum, því lífið er blátt á mismunandi hátt. 

Góða helgi, 

Berglind og Lilja Írena 

 Allir höfðu lagt mikið á sig til að gera bæði árshátíðarkvöldin sem glæsilegust og var gaman að uppskera og njóta með ykkur aðstandendum.  
 
Hérna kemur uppgjör fyrir árshátíð GSS 2019 
Innkoma = 377.000 
Kostnaður = 251.000 
Afgangur = 126.00 
 
Lagt inn á reikning hjá eftirfarandi bekkjum: 
7. bekk vegna skíðaferðar: 21.000 
5. bekk vegna menningarferð: 80.500 
Lagt inn á reikning fyrir skíðaferð/menningarferð: 24.500  
Hver nemandi í 5. og 7. bekk fær 3500 kr. í styrk upp í skólaferð. 
 
Fyrr á þessu ári sótti skólinn um fjóra styrki í Sprotasjóð. Alls bárust sjóðnum 100 umsóknir og fengu aðeins 44 þeirra styrk. Okkur er því sönn ánægja að tilkynna ykkur að við fengum þrjá! Verkefnin heita Sköpun - til að hver nemandi fái að sýna hvað í honum býr, Jákvæð menntun og Hvað ungur nemendur, gamall temur sem er íslenskuverkefni á unglingastigi. Það er því með mikilli gleði sem við höldum áfram að undirbúa næsta skólaár. 
 
Þriðjudaginn 2. apríl verður dagur einhverfunnar haldinn hátíðlegur og viljum við biðja alla um að mæta í bláum fötum, því lífið er blátt á mismunandi hátt. 
 
Góða helgi, 
 
Berglind og Lilja Írena