Vikupóstur stjórnenda

 

Kæru vinir  
 
Í vikunni kom Sigga Dögg kynfræðingur til okkar með kynfræðslu í 9. og 10. bekk.  
 
Þá var Magnús Bæringsson æskulýðs- og tómstundafulltrúi ásamt Klaudiu og Jóni Beck með kynningu í 7. - 10. bekk á breytingum á vinnuskólanum næsta sumar.  
 
Þá var Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi með kynningu í morgun fyrir 10. bekk.  
 
Nemendur í 6. - 10. bekk hafa verið að svara nemendakönnun Skólapúlsins. Niðurstöður úr honum hafa í gegnum tíðina gefið okkur mikilvægar upplýsingar um skólabraginn og erum við því þakklátar fyrir þeirra framlag. 
 
Nú styttist í páskaleyfið en næsta vika er síðasta vikan fyrir það.  
 
Njótið helgarinnar 
 
Berglind og Lilja Írena