Kæru vinir
Í gær var velheppnað lýðræðisþing hjá nemendum 7. - 10. bekkjar. Magnús Ingi Bæringsson æskulýðs- og tómstundafulltrúi og Rósa Kristín Indriðadóttir sem kennir tómstunda- og félagsmálafræðivalið sáu um skipulagið og framkvæmdina. Við teljum mjög mikilvægt að kenna nemendum að koma skoðunum sínum á framfæri enda er lýðræði einn af grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá.
Í dag fóru síðan nemendur 1. - 7. bekkjar á sérstaka afmælistónleika sem haldnir voru fyrir grunnskólanemendum í tilefni af 75 ára afmæli lúðrasveitarinnar.
Eftir daginn í dag hefst páskaleyfi hjá nemendum og starfsfólki skólans. Við munum hefja kennslu að nýju þriðjudaginn 23. apríl samkvæmt stundaskrá.
Hafið það sem allra best um páskana
Gleðilega páska ?
Berglind og Lilja Írena